You are here

03-Hálf ónytt en eitthvað nothæft.

Höfundur: 
Ýmsir
SKU: Y-900

Hér eru settar inn bækur sem eru lélegar eða nánast ónýtar en er þó eitthvað hægt að fá nothæft úr fyrir þá  sem eru að binda inn bækur og þurfa að fá nokkur eintök til að geta búið til eitt gott.  Verð á þessum bókum er samkomulag eða tilboð.

1. Aðalbjörg  útg. Í Winnipeg 1902 útgefendur. Arnór Árnason og Sig. Júlíus Jóhannesson. Kápa frekar ljót einkum sú fremri. 20 fyrstu síðurnar á formálanum eru ónýtar  og sú aftasta nr. 240 ekki alveg góð.  Aðrar blaðsíður teljast góðar og nánast hreinar.

2. Sex viku-sálma- Og bæna  -flokkar til Húslestra samdir af sjera Jóni sál Jónssyni.  Vantar kápu og titilsíðu. blaðs. 1 er sú fremsta  og blaðs. 222 sú aftasta og hún er lélag. Innsíður alveg í þokkalegu standi.

3. Andlegar Hugvekjur til kvöldlestra III bindi  Viðeyjarklaustri 1858.  Ckristján Stúrm. Kápulaus fremstu  og öftustu síður ónýtar en síður 32-130 nokkurnveginn í lagi.

4. Psalterium Natale eður Fæðingar Psaltari útaf náðarríkri holdtekju og fæðingu vors Drottins Jesú Christi  höf. Gunnlaugur Snorrason prentað í Kaupmannahöfn 1832. Kápulaust en nokkuð vel fast saman  vantar aftan við blaðsíðu 116.   Bæna Reykelsi Þórðar Bárðarsonar sett og snúið af Benedikt Magnússyni  Viðeyjarklaustri 183-síðasta staf í ártalinu vantar. Fyrstu 26 síðurnar eru nánast ónýtar næstu 26 þokkalegar en nokkrar viðgerðar. Eftir síðu 52 er þær allgóðar nema sú aftasta. Bók í alskinni, kjölur gallaður.

5. Atómstöðin útg 1948 óinnbundið eintak  blaðsíður 97-276 er til staðar og góðar en allt framanvið 97 vantar, kápan ónýt.

6. Fjárdrápsmálið í Húnaþingi   útg. 1898 höf. Gísli Konráðsson. Óinnbundið  vantar blaðsíður 1-14 annað til staðar og nokkuð gott.

7.  Kvæði og þýðingar. Sýnishorn eftir Guðm. Einarsson Útg. 1908 Prentað hjá S.L.Möller. Kápa ónýt sem og síður 31 og aftur úr. Eitthvað nothæft af fremri hluta bókarinnar.

8.  Utanför  höf. Kristján Jónasarson  útgefið á forlag Kristjáns Ó. Þorgrímssonar 1886. Prentað hjá Sigmundi Guðmundssyni.  Kápulaust, titilsíða nokkuð lúin og síða 62 sú aftasta (vantar þar fyrir aftan)  innsíðurnar í allgóðu standi,

9.  Hugvekjusálmar til kvöldsöngva. Höf. Guðmundur Einarsson að Kvennabrekku. Útgefandi Egill Jónsson 1860.  Kápa nánast ónýt og fyrstu 43 blaðs. einnig síður 87-92. og 187-192.  Aðrar blaðs. í þokkalegu standi.

10. Brynjólfur Sveinsson biskup. eftir Torfhildi Hólm skáldsaga frá 17. öld Prentuð af Einari Þórðarsyni 1882.  Innihald laust frá kápunni og hún ónýt. Síður nokkuð hreinar og virðast vera alllar.

Nr. 11 Oliver Twist. Titilsíðu og síður 1 og 2 vantar aðrar síður virðast til staðar en nokkrar eru lausar því bandið er orðið lélegt,

Nr. 12 Lærebog i Kvindeligt Haandarbejde útgefið af Carl Ullers forlag 1875 með fjölda skýringarmynda. Allar síður heilar en saurblað vantar og kjöl vantar og aftara kapuspjald laust frá. Texti á dönsku, eflaust gott rit fyrir prjóna- og hannyrðafólk.

 

Nr 13.  Tumi litli og lömbin  Höf. ókunnur sem og útgáfu ár. Barnabók með myndum sem sumar eru litaðar, Blaðsíður 13-16 vantar.

Nr  14.  Úranía eftir Flammarion,  Björn Bjarnason þýddi útgefið 1898  síður 21-24 vantar og aftasta síða rifin.

Nr. 15 Íslenzk söngbók útg. 1911  300 söngvar frumsamdir og þýddir með lagboðum síður aftanvið 206 vantar eða eru mjög lélegar annað þokkalegt.seld.

Nr. 16  Sögur frá Skaftáreldi Jón Trausti útg 1913 af Sig. Kristjánssyni. Kápuspjöl laus frá sem og kjölur en blaðsíður virðast allar og fastar saman, eitthvað um bletti á innsíðum. 

 

Price: kr 0